mánudagur, desember 05, 2005

Sjónvarpið: Plitvice-þjóðgarðurinn

Í kvöld var sýndur í Ríkissjónvarpinu fræðsluþáttur um Plitvice-þjóðgarðinn sem staðsettur er einhvers staðar í norðurhluta fyrrum Júgóslavíu. Þetta var mjög flottur þáttur um ótrúlega heillandi landssvæði á jaðri álfunnar okkar. Þar finnst óvenju fjölbreytt dýralíf (skógarbirnir, gaupur, gráúlfar, villisvín og fiskotrar svo maður nefni helstu spendýr). Jarðfræðin er hins vegar algerlega einstök með skógi vöxnu stallalandslagi þar sem kalkvötn fossa hvert ofan í annað. Þátturinn var mér talsverð opinberun því þetta svæði hafði ég aldrei heyrt nefnt á nafn. Ég held að Plitvice sé frekar lítt þekkt svæði utan Balkanskaga enda reyndust heimildir um hann vera af afskaplega skornum skammti. Ég fann þó fyrir rest eina vandaða heimasíðu.

Engin ummæli: