laugardagur, desember 10, 2005

Matur: Jólahlaðborð hins lifandi manns

Í dag snæddum við Vigdís ásamt tengdó af jólahlaðborði Lifandi manns, eða "Maður lifandi" eins og staðurinn heitir. Það kom mér á óvart að þau skyldu bjóða upp á fisk og kjöt, en það var hvort tveggja lífrænt ræktað og svolítið öðruvísi (grafið lamb, marineraður fiskur og svoleiðis). Megnið af krásunum var hins vegar grænmeti. Ekki bara baunir. Fyrir tæpar 3000 kr. get ég ekki annað en mælt með þessu (sérstaklega á laugardagseftirmiðdegi þannig að maður getur borðað fyrir daginn). Ég spái því hér sé á ferðinni hefð í uppsiglingu.

Engin ummæli: