fimmtudagur, desember 01, 2005

Athugasemd: Skilnaðarþátturinn "Nei"

Í Fréttablaðinu í dag birtist óborganleg grein Þórarins Þórarinssonar þar sem hann tjáir sig á sérstaklega lipran og beinskeyttan hátt um viðhorf sitt til raunveruleikaþátta undir yfirskriftinni "Við tækið: Skilnaðarþátturinn Nei" (bls. 56). Hann nær utan um innihald þessa sjónvarpsefnis með hugtakinu "tilfinningaklám" og byrjar umfjöllinina á Piparsveininum (Bachelor-num). Þar gera blessaðir þátttakendurnir gera sig "skælbrosandi að hórkörlum og -kerlingum í hverri viku". Síðan vindur hann sér í sama hug að Brúðkaupsþættinum "Já" þar sem hundruðum þúsunda er sólundað í "leiksýningu sem verður merkingarlaus innan nokkurra mánaða eða ára þegar grámyglulegur hversdagsleikinn hefur skolað burt undirstöðum ástarinnar og hjónabandsins". Að lokum stingur hann upp á bitastæðara efni: Skilnaðarþættinum "Nei" sem hann gefur í skyn að gæti orðið almennilegt drama í ótal mörgum þáttum þar sem deilurnar og átökin ná sífellt nýjum hæðum. Manni bregður svolítið við að lesa þennan kalda pistil en hann er snilldarlega skrifaður og því miður óneitanlega raunsær.

Engin ummæli: