laugardagur, desember 25, 2004
Upplifun: Kaffi Hljómalind
fimmtudagur, desember 23, 2004
Daglegt líf: Jólaerillinn
sunnudagur, desember 19, 2004
Heimildamynd: Do they know its Christmas?
laugardagur, desember 18, 2004
Netið: Ísland - Palestína
Sjá neðangreindar síður: Annars vegar tenglanetið fólkið. Það tengir saman fólk sem vill standa að ýmsum aðgerðum og gjörningum í "flash-mob" stíl. Hins vegar Snarrót, vettvangur þar sem aktívistar geta komið saman, aflað sér fræðslu, skipulagt fundi, föndrað pólitísk skilaboð og ýmislegt fleira.
mánudagur, desember 13, 2004
Upplifun: Minning
fimmtudagur, desember 09, 2004
Pæling: Viðskiptahugsun
mánudagur, desember 06, 2004
Matur: Einföld og skilvirk pastamáltíð
Fréttnæmt: Harmleikur í fjölskyldunni
föstudagur, desember 03, 2004
Tónlist: Bowie uppfærður
Eins og mín er von og vísa hef ég leyft mér að skilgreina hvert lag sérstaklega. Þau eru ýmist "live"-upptaka (tónleikar frá öllum tímum), útvarpsupptaka (oftast BBC), "demo"-upptaka (lag í vinnslu), "version" eins og ég kalla það (sem er seinni tíma útfærsla af þekktu lagi, stundum af tónleikum), "take" (önnur upptaka en sú opinbera en í grunnatriðum eins), "single" (lag sem kom obinberlega út á smáskífu en ekki á plötu), "mix" (lag sem byggir á þekktum flutningi en hefur verið hljóðblandað á ný) og svo framvegis. Þessir flokkar gera það að verkum, ásamt ártali, stjörnugjöf og ýmiss konar huglægri flokkun, að hægt er að stilla upp "playlist" (afspilunarlista) af tiltekinni gerð. Við það öðlast þessar upptökur nýtt líf. Það er sérstök nautn að leyfa tónleikaupptökum að renna einum og sér, eða demóupptökum, eða bara uppáhalds upptökunum, og leyfa því svo að flæða inn á heimilið í einhverri röð, enda er þetta í eðli sínu flæði. Nú á ég bara eftir að eltast við hin og þessi aukalög af opinberu diskunum (sem eru nátttúrulega fyrrum "bútleggar") ásamt öllu því sem maður rekst á seinna. Öllum er velkomið að bæta við safnið, að sjálfsögðu.
mánudagur, nóvember 22, 2004
Matur. Uppskrift: Bananabrauð
1. Stappa um 4 banana og bæta stóru glasi af All-bran saman við og blanda vandlega saman. Láta þetta standa í nokkrar mínútur (til að mýkja upp kornið).
2. Í annarri skál þeytast lauslega saman matarolía (1 dl.), egg (2 stk.) og sykur (eftir smekk - bananarnir eru mjög sætir einir og sér. Uppskriftin segir 2 dl. og ég nota talsvert minna en það).
3. Hrærunum tveimur er blandað saman.
4. Blanda saman hveiti (5 dl.), lyftidufti (1,5 tsk.), salti (0,5 tsk.) og hnetum (1 dl - ég mæli með valhnetum). Þessu er blandað við deigið í liðunum að ofan.
5. Sett í smurt, aflangt kökuform. Hiti: 180 gráður C í um klukkutíma.
6. Muna að kæla brauðið áður en það er sneitt svo það verði fallegt og þétt. Borðist með vænum slurki af smjöri og glasfylli af mjólk. Jólasmákökur skemma ekki fyrir sem meðlæti. Svo má ekki gleyma heitu kakói með rjóma til hátíðabrigða.
laugardagur, nóvember 20, 2004
Í fréttum: Napurt kuldakastið
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Tónlist: The Fall. Tónleikar og lýsing
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Daglegt líf: Ruslherferð og vetrarstillur
Upplifun: Dúndurfréttir spila "Vegginn".
mánudagur, nóvember 15, 2004
Pæling: Nýyrðið "hryðjuverkamaður"
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Fréttnæmt: Magasaga
laugardagur, nóvember 13, 2004
Lestur: Arabs and Israel
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Kvikmyndir: Handritið í aðalhlutverki
Ég velti þessu fyrir mér núna vegna þess að síðustu vikurnar hef ég óafvitandi nær eingöngu séð myndir sem falla undir þenna flokk mynda. Það byrjaði fyrir nokkrum vikum er við Vigdís tókum Gothika á vídeóspólu og stuttu seinna endurtókum við leikinn með the Butterfly Effect (snilldarpæling um tímaflakk). Í sjónavarpinu sáum við svo myndirnar Being John Malkovich og the Unbreakable. Snilldarmyndir, allar á sinn hátt. Í flestum tilvikum horfði ég á með hangandi hendi í upphafi og lét þær koma virkilega aftan að mér, með tilheyrandi heilabrotum og látum eftir á. Þá síðustu sá ég uppi í bústað núna um helgina og ég náði því varla hvað hún var á allan hátt óvenjuleg og vel heppnuð. Mæli með þeim öllum.
mánudagur, nóvember 08, 2004
Fréttnæmt: Bústaðaferð á Suðurlandi
föstudagur, nóvember 05, 2004
Pæling: Lifandi visindi fyrir skola
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Daglegt lif: Frí, vinna og kosningar.
mánudagur, nóvember 01, 2004
Pæling: Skaðleg áhrif teiknimynda: Happy Tree Friends
Til umhugsunar vísa ég á tvær síður á netinu, önnur með faglegri umfjöllun og hin með nokkrum sýnishornum.
Frettnæmt: Tölvuaðstaðan batnar til muna
föstudagur, október 29, 2004
Í fréttum: John Peel er fallinn frá
Sjálfur get ég ekki sagt að ég syrgi með bresku þjóðinni því ég náði aldrei að hlusta almennilega á þættina hans. Ég er í rauninni þeim mun fúlli yfir þeirri tilhugsun að einmitt í vikunni er ég að uppfæra tölvuna mína og netsamband meðal annars með það í huga að geta hlustað á útvarp hvaðanæva úr heiminum, sérstaklega John Peel. Þetta var upphlaðin fimmtán ára tilhlökkun sem héðan í frá verður ekki af - að minnsta kosti ekki í beinni.
Fyrir þá sem vilja forvitnast er hægt að lesa sig til um eitt og annað varðandi John Peel. Fyrst má nefna all ítarlegt yfirlit yfir þá geisladiska sem hann gaf út undir yfirskrift the Peel Sessions. Annars staðar má finna áhugaverðan lista yfir þær hljómsveitir og lög sem Peel kom á framfæri í þætti sínum. Formleg heimasíða hans hjá BBC er einnig á sínum stað auk þess sem minningargreinar og viðbrögð tónlistarmanna og velunnara við skyndilegt fráfall John Peel streyma inn til stöðvarinnar. Til marks um mikilvægi John Peel í bresku tónlistarlífi mun eitt tónleikatjaldið á Glastonburyhátíðinni muni hér eftir kallast the John Peel tent og er það vel við hæfi.
mánudagur, október 25, 2004
Fréttnæmt: Bústaðarferð á Arnarstapa
miðvikudagur, október 20, 2004
Matur: Hvítlauksbrauð með Coctail-sósu
mánudagur, október 18, 2004
Upplifun: Fyrsti vetrardagurinn
Fréttnæmt: Kattaofnæmi sýnir klærnar
föstudagur, október 15, 2004
Upplifun: Svefnleysiskafli
Ef ég gæti ekki að mér í þessum törnum verð ég ónýtur í nokkra daga í senn. Hversdagurinn verður að ómarkvissu sleni þegar allur uppbyggilegur rythmi riðlast. Ég horfi því með löngunaraugum til áramóta því þá klára ég uppsagnarfrestinn á sambýlinu og get loksins farið að njóta þess að vinna bara á daginn. Það hef ég ekki upplifað árum saman.
miðvikudagur, október 13, 2004
Netið: Frumefnahetjur
sunnudagur, október 10, 2004
Tónlist: Hlustunarkvöld. Thin White Rope
laugardagur, október 09, 2004
Lestur. Uppgötvun: Grafískar sögur.
þriðjudagur, október 05, 2004
Upplifun: Veður. Hvasst haust.
Fréttnæmt: Skólastarf hafið á ný
fimmtudagur, september 30, 2004
Upplifun: Baráttuandi kennara
Fræðsluþáttur: Sjónvarpið. Leitin að upptökum Nílar.
Tónlist: Nýtt efni í safnið.
Vegna verkfalls er lýklegt að fjárhagurinn dragist verulega saman á næstu vikum. Kollegar mínir, sem fá greitt fyrirfram fyrir vinnu sína, fengu “núll” krónur í launaumslagi í gær. Svolítið sjokkerandi. Ég er reyndar svo heppinn að hafa enn vaktavinnuna á sambýlinu í handarjaðrinum og bæti nokkrum vöktum við mig á meðan verkfallið varir. Ég skrimti því auðveldlega.
Á fyrstu vikum septembermánaðar leiddi ég hugann hins vegar ekki að þessu ástandi sem nú hefur myndast. Tvöfalt launaumslag veitti mér þá svigrúm til að kaupa eitt og annað sem lengi þurft að geyma með mér. Meðal annars veitti ég mér þann munað í septemberbyrjun að kaupa geisladiska sem ég hafði haft í sigtinu mánuðum saman. Þeir eru til marks um djarfa byrjun vetrarins:
Robert Schumann: Strengjakvartettar 1 & 2. Zehetmair kvartettinn spilar. Þetta er rómaður verðlaunadiskur sem tímaritið Grammofon valdi sem albestu hljóðupptöku á síðasta ári. Þeir nálgast flutninginn á óvenjulegan hátt með því að kasta fyrir róða nótunum og spila lögin eftir minni. Fyrir vikið næst meira "grúv" í spilamennskuna, svo maður noti hugtak úr rokkheiminum.
Violent Femmes: Fyrsta plata þeirra, samnefnd sveitinni. Diskurinn sem ég keypti var tvöföld sérsútgáfa þar sem þeir sveitin spinnur meðal annars lög sín á ýmsum tónleikum. Það er vel við hæfi því Violent Femmes eru alveg frábært tónleikaband (enda mætti ég á tónleikana í sumar). Mig hefur lengi og mikið langað til að eiga þennan disk og ákvað loks að slá til um leið og ég frétti af þessari sérstöku viðhafnarútgáfu.
Fleetwood Mac: Tvær eftirminnilegar plötur, nýlega endurútgefnar: Rumours og Tusk. Eins og Violent Femmes þá geyma báðar útgáfurnar sneisafullan aukadisk af sérefni og demóupptökum. Fyrri platan kom upphaflega út 1977 og var gríðarlega vinsæl á sínum tíma (hefur selst í tæplega 20 milljónum eintaka). Hin fylgdi í kjölfarið, 1979, en var mikil stefnubreyting. Tusk var tilraunakennd þjóðlagatónlist sem aldrei náði viðlíka vinsældum og Rumours en varð hins vegar með tímanum að “underground” klassík. Tusk er ótrúlega heillandi plata. Margir líkja henni við hvíta albúm bítlanna. Sundurleit og ótrúlega óheft.
miðvikudagur, september 29, 2004
Upplifun: Óvænt áhrif verkfallsins
föstudagur, september 24, 2004
Lestur: Uncommon Wisdom e. Fritjof Capra
Fréttnæmt: Spurning um spelti
þriðjudagur, september 21, 2004
Fréttnæmt: Verkfallið nýhafið
sunnudagur, september 19, 2004
Upplifun: Þjóðminjasafnið.
Tónlist: Spólan í bílnum. Blue Aeroplanes.
fimmtudagur, september 16, 2004
Fréttnæmt: Bloggið kemst á réttan kjöl á ný
Ath. þeir sem krækja: Vefslóð bloggsins hefur breyst. Aðkoman frá aðalsíðunni virkar hins vegar á sama hátt og áður.
þriðjudagur, september 07, 2004
Tónlist: Bunkinn. Lou Reed, Spirualized, "Passion".
Mercury Rev: See you on the Other side
Peter Gabriel: Passion
Spiritualized: Lazer Guided Melodies
Spiritualized: Ladies and Gentlemen we Are Floating in Space
Lou Reed: Berlin
Lou Reed: Magic and Loss
Lou Reed: Ecstacy
Lou Reed: Transformer
Velvet Underground: Loaded
Upplifun: Vinnan. Þægilegt en erfitt
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Kvikmyndir: Videó. Girl with the Pearl Earring & Henry Fool
Henry Fool er hin myndin, eftir Hal Hartley, frá 1997. Þetta er gömul uppáhaldsmynd. Frábær persónusköpun, makalaus húmor og snilldarhandrit. Samtölin og persónurnar sitja í manni lengi á eftir.
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Upplifun: Lokakvöld ólympíuleikanna
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Fréttnæmt: Viðburðarík vika
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Upplifun: Sest á rónabekk
Kvikmyndir: Vídeó. Gothika.
Fréttnæmt: Nýr sófi í stofuna
mánudagur, ágúst 16, 2004
Fréttnæmt: Kór öðlast nafn í skírnarmessu
Bjartur yfir Betlehem
Sönghópurinn org"andi"
Hinn Íslenski tvöfaldi söngkvartett.
En nafnlausir komum við hins vegar til leiks í gærmorgun og áttum í vændum okkar fyrsta opinbera söng. Vont var að geta ekki kynnt sig með nafni við þetta tilefni. En eitthvað var það nú við þessa skírnarmessu því á sama tíma og lítill drengur hlaut nafnið Ágúst Viðar fór prestur um víðan völl og talaði um "gull og græna skóga". Bjartur greip frasann á lofti og viðraði við okkur hina eftir messuna. Það var öllum ljóst í þessari skyndingu að frasinn er rausnarlegur og vísar einnig á mjög opinn hátt bæði til náttúru og menningar. Einnig býður hann upp á fjölmarga orðaleiki og útúrsnúninga, sem er mikill kostur. Gull og grænir skógar var því samþykkt einróma. Við hlutum skírn að messu lokinni.
föstudagur, ágúst 13, 2004
Matur: Uppskrift. Eggjaloka með tómötum, lauk og Camembert.
Annars vegar bakan sjálf:
1. Hræra saman 4 egg með graslauk (má sleppa), salti og pipar.
2. Hella á pönnu í tveimur skömmtum (þ.e. tvö egg á mann).
3. Þegar eggin líta út eins og falleg pönnukaka er hún tilbúin fyrir fyllinguna.
Hins vegar fylling:
1. Hita lauk (1 stk.) á pönnu þar til hann glærist.
2. Bæta skornum tómötum við (4 stk.) og malla smástund
3. Bæta Camambert osti við (hálft stykki). Nokkrar sekúndur.
Fylling er sett inn í eggjalokuna og henni lokað. Gott með ristuðu brauði og pilsner.
Upplifun: Strætóbók á sundlaugarbakka.
"it does not require more than a simple act of insight to realise that infinite growth of material consumption in a finite world is an impossibility"
Ég saup á gosinu mína, hallaði mér í átt að sólinni og hlustaði á gjálfrið í vatninu. Þvílík sumarlok! Þegar við yfirgáfum sundlaugina sveimuðum við Vigdís í hitanum í átt til næstu ísbúðar. Mér varð að sjálfsögðu oft hugsað til þess hvað ég var heppinn að vera í fríi á svo sólríkum degi. "Work less and live better" sagði kallinn einhvers staðar í bókinni. Svo sannarlega hugsaði ég með mér. Það er málið.
Pæling: Áhrifamáttur kvikmyndanna
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Tónlist: Uppgötvun: Lenny Kravitz.
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Netið: Alfræðibanki um tónlist. Allmusic.
Pæling: Tölvuheimur og fíkn
mánudagur, ágúst 09, 2004
Fréttnæmt: Tölvan uppfærð
Upplifun: Hitamistur í lok sumars
föstudagur, ágúst 06, 2004
Pæling: Strætóbókin
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Fréttnæmt: Jákvætt svar við starfsumsókn
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Kvikmyndir: Vídeó. The Whale Rider.
Netið: Uppfærsla. Nokkrar nýjar undirsíður
sunnudagur, ágúst 01, 2004
Upplifun: Árið er 1986
laugardagur, júlí 31, 2004
Tónlist: Coldplay Live 2003. DVD.
Upplifun: Inversk stemning
Matur: Uppskrift. Pakistanskur grænmetispottréttur
1. Laukur hitaður í olíu (2-3 msk. ólifuolía og 1 stór laukur, smátt skorinn). Laukurinn glæraður í um 1-2 mínútur.
2. Hvítlauk og engifer bætt út í (2 rif af hvítlauk og ein lófastór engiferrót, fersk, fínt söxuð). Mallar í 1-2 mínútur í viðbót.
3. Kryddað (1 msk karrí, 1 tsk. chilipipar, 1 tsk. salt, 1 tsk. cumminduft, 1 tsk. kóríanderduft, 1 tsk kardimommuduft). Mallar áfram í 2 mínútur.
4. Kókosmjólk (3 dl. eða ein dós) bætt úr í. Lok sett á pottinn. Látið malla í um 5 mínútur. Hræra öðru hvoru svo rétturinn brenni ekki við.
5. Grænmetinu bætt úr í (3 stk. gulrætur í þunnum sneiðum, 3 stk. smátt skornar kartöflur, 1/2 blómkálshöfuð í smáum bitum, 250g af "frosnum" (en þiðnuðum) grænum baunum). Hræra vel í um eina mínútu. Loka svo pottinum og sjóða í um 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið meyrt.
6. Lokahönd: Strá ferskum kóríanderlaufum yfir (ca. hálfu búnti).
Borið fram með hrísgrjónum, fersku grænmeti (tómötum, gúrkum), kotasælu ásamt Nan-brauði sem fæst í flestum matvörubúðum. Meðlætið skal óspart nota til að tempra matinn ef hann skyldi vera mjög bragðsterkur. Mælt er með vatni með þessum mat eða svalandi mjólkurdrykk á borð við hinn indverska Lassi.
föstudagur, júlí 30, 2004
Matur: Uppskrift. Fríkkað upp á kalda pastaklessu
Fréttnæmt: Verslunarmannahelgin
Við Vigdís ætlum að hafa það notalegt, enda bæði í fríi þessa helgina. Bjóðum Jóni Má og Margréti kærustu hans í mat í kvöld. Við ætlum að bjóða upp á einn af uppáhaldsréttum okkar Vigdísar sem er Pakistanskur grænmetispottréttur. Daginn eftir er líklegt að Kristján og Stella (sem eru á leið til Danmerkur í miðjum ágúst) hafi eitthvað á prjónunum ásamt vinafólki okkar Einari og Sólveigu. Ekki er neitt ákveðið enn þá en ýmsar hugmyndir í gangi og fara þær að einhverju leyti eftir veðri.
Annars hef ég ekki verið alveg iðjulaus milli vinnutarna. Meðal annars að umstafla dóti hjá nýfluttri Beggu systur minni. Við ákváðum að allt dótið færi best í gegnsæjum plastkössum sem raðast saman hver ofan á annan með stærðfræðilegri nákvæmni. Mig langaði nánast að ráðast á geymsluna mína í kjölfarið því þetta kemur óhemju snyrtilega út í samanburði við brúnu pappakassana. Ég læt mér hins vegar nægja um sinn að setja upp litla snaga á kommóðuna sem geymir græjurnar mínar. Þeir eru ætlaðir heyrartólum sem ég á nokkur eintök af í ýmsum stærðum. Þetta á eftir að koma vel út.
mánudagur, júlí 26, 2004
Tónlist: Bunkinn. Come, Miles, Codeine, Radiohead...
Lhasa: The Living Road
Damien Rice: "O"
Come: Eleven: Eleven
Come: Don´t Ask, Don´t Tell
Miles Davis: In a Silent Way
John Coltrane: A Love Supreme
Codeine: Barely Real
Codeine: Frigid Stars
Calexico: The Black Light
Radiohead: Hail to the Thief
Radiohead: Amnesiac
Band of Holy Joy: Positively Spooked
Matur: Uppgötvun. Vanilluís út í jógúrtskálina.
Upplifun: Tónlistarkvöld. Klassískir tenórar.
Fréttnæmt: Annir og mubluskipti
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Upplifun: Myrkrið nálgast
Matur: Uppskrift. Túnfiskréttur á pönnu með Cashew-hnetum.
1. Grænmeti hreinsað og skorið. 100-200g. strengjabaunir (endarnir skornir af), 2 rauðar paprikur og 4 vorlaukar (eða 1 blaðlaukur).
2. Matarolía (4 msk.) hituð á pönnu og ofangreint grænmeti látið malla (4-5 mín).
3. Túnfiski bætt við (3 dósir eða 400g fisks, án vökva).
4. Kryddað. Soyasósa (4 msk.), salt og pipar.
5. Cashew-hnetum dreft yfir (150-200 g.)
Þetta er borið fram með hrísgrjónum, soya-sósu í stauk og fínt að hafa ferskt grænmeti með (tómata eða kínakál í strimlum).
Uppskriftin segir að túnfiskurinn þurfi að vera í vatni (en ekki olíu) ef það skiptir nokkru máli í raun.
(Upprunalega uppskrift má finna í uppskrifamöppunni frá Vöku-Helgafelli "Nýir eftirlætisréttir" í sjávarréttaflokki)
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Upplifun: Fuglaskoðun í Elliðaárdal.
Fréttnæmt: Bíllinn kominn í lag.
mánudagur, júlí 19, 2004
Tónlist: Kaup. Tímamótadjass á tilboði.
föstudagur, júlí 16, 2004
Matur: Karrítómatsúpa með ferskjum
Pæling: Hjólandi leiðsögn um bæinn
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Matur: Uppgötvun. Döðlur í grjónagrautinn!
Fréttnæmt: Samgöngustíll sumarsins
Tónlist: Uppgötvun. Calexico: The Black Light
sunnudagur, júlí 11, 2004
Matur: Uppskrift. Rækjuréttur með hrísgrjónum.
1. Laukur (1 stk.) og hvítlaukur (4 rif) saxað og mýkt á pönnu (2msk ólífuolía auk 2msk af smjöri)
2. Rækjum (500g) bætt við og látið malla í um mínútu.
3. Kryddað (1/2 tsk Cayenne, 1/2 tsk svartur pipar, 1/4 tsk salt og nokkrir dropar tabascosósa). Hita áfram í 1-2 mín.
Þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum (ofan á þeim) ásamt ristuðu og vel smurðu brauði ásamt vatni.
Matseldin tók okkur um 15 mínútur eftir að rækjurnar höfðu þiðnað. Reyndar minnkuðum við uppskriftina, keyptum rúm 300g af rækjum og miðuðum við það. Það var passlegt sem þægileg kvöldmáltið fyrir tvo. Ís með heitri súkkulaðibráð og ferskum jarðaberjum fylgdi í eftirrétt. Bætti upp lélega sjónvarpsdagskrá og vel það.
(Upprunalega uppskrift má finna í uppskrifamöppunni frá Vöku-Helgafelli "Nýir eftirlætisréttir" í sjávarréttaflokki)
Upplifun: Uppákoma á Vegamótum
laugardagur, júlí 10, 2004
Netið: Fréttavefur af bestu gerð
Fréttnæmt: Uppfærsla. Breytingar á blogginu.
Steini